Gefur ekki kost á sér

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður hefur ákveðið að gefa ekki kost …
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgvin Páll Gústavsson markvörður gefur ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni. Þetta tilkynnti Björgvin á samfélagsmiðlum fyrir stundu.

Að baki ákvörðuninni liggur ósætti Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, sem hefur nokkuð verið í umræðunni.

Vill auðvelda HSÍ verkefnið

Um landsliðsverkefnið segir Björgin:

„Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni.

Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurnum frá þeirri ákvörðun minni.“

Tekur samtalinu opnum örmum

Þá segist Björgvin Páll taka samtali við Kristján Örn opnum örmum en að það muni ekki hagga ákvörðun hans gagnvart næsta verkefni. Hann skorar á vini, samstarfsfélaga eða fólk í liðsíþróttum að draga lærdóm af málinu.

Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson á HM í …
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson á HM í Svíþjóð. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is