Haukar með annan fótinn í úrslitakeppnina

Guðmundur Bragi Ástþórsson.
Guðmundur Bragi Ástþórsson. mbl.is/Óttar

Haukar unnu öruggan sigur á Val, 36:31, í úrvalsdeild karla í handbolta á Hlíðarenda í kvöld. Haukar eru í áttunda sæti með 19 stig, fjórum stigum á undan Gróttu þegar tveimur umferðum er ólokið.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Jóel Bernburg sex mörk fyrir Val.

Valur hefur tryggt deildarmeistaratitilinn og mætir að líkindum Haukum í úrslitakeppninni.

Grótta þarf að vinna þá tvo leiki sem eftir eru og treysta á að Haukar misstígi sig í þeim báðum til að eiga sætaskipti við Hafnfirðinga.

Fram sigraði Hörð á heimavelli sínum í Úlfarsárdal, 34:30.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoraði 12 mörk fyrir Fram sem situr í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, stigi á eftir ÍBV.

Guntis Pilpuks skoraði tíu mörk fyrir Harðverja, sem enn eru með tvö stig í síðasta sæti deildarinnar og leika í 1. deild á ný í haust.

Valur – Haukar

Mörk Vals: Jóel Bernburg 6, Arnór Snær Óskarsson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Ísak Logi Einarsson 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Bergur Elí Rúnarsson 2, Breki Hrafn Valdimarsson 2, Vignir Stefánsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1, Stiven Tobar Valencia 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 9, Þráinn Orri Jónsson 6, Össur Haraldsson 5, Andri Már Rúnarsson 5, Heimir Óli Heimisson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Adam Haukur Baumruk 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9.

Fram – Hörður

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 12, Kjartan Þór Júlíusson 6, Stefán Orri Arnalds 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Daníel Stefán Reynisson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Luka Vukicevic 1, Reynir Þór Stefánsson 1, Magnús Öder Einarsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11, Breki Hrafn Árnason 1.

Mörk Harðar: Guntis Pilpuks 10, Endijs Kusners 5, Leó Renaud-David 3, Alexander Tatarintsev 3, Jón Ómar Gíslason 3, Daníel Wale Adeleye 3, Axel Sveinsson 2, José Esteves Neto 1.

Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 8.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson. Ljósmynd/Sigfús@ibv.is
mbl.is