Snorri Steinn vill fá Arnór með sér

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason.
Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason. mbl.is/Eggert

„Ég veit að Snorri Steinn Guðjónsson vill fá Arnór Atlason með sér sem aðstoðarþjálfara,“ sagði íþróttablaðamaðurinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í handknattleik.

Snorri Steinn þykir líklegastur til þess að taka við landsliðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson lét óvænt af störfum í febrúar. 

„Mér líst ágætlega á þessa blöndu, þeir þekkjast væntanlega mjög vel og eru væntanlega með svipaða hugmyndafræði fyrst Snorri vill fá hann með sér,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu.

Verðum að hringja í Guðmund

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfaraleit HSÍ sem hefur staðið yfir í langan tíma.

„Við verðum að hringa í Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, og spyrja hann að því en þetta er auðvitað risastór ákvörðun. Kannski hefur þetta tekið óþarflega langan tíma og það hefur verið smá neikvæðni í kringum þetta,“ sagði Guðni Bergsson.

„Ég held að það hljóti að fara koma að því að HSÍ taki góða og upplýsta ákvörðun,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllu helstu hlaðvarpsveitum.


 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert