Þreytt þegar þeir henda klósettpappír á völlinn

Stefán fagnar vel og innilega í leikslok.
Stefán fagnar vel og innilega í leikslok. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Við skulduðum okkur og okkar fólki að spila góðan leik á móti þeim,“ sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, í samtali við mbl.is eftir 34:28-útisigur á ÍBV í kvöld.

Með sigrinum minnkuðu Haukar muninn í úrslitaeinvígi liðanna á Íslandsmótinu í handbolta í 2:1 og komu í veg fyrir að ÍBV yrði Íslandsmeistari á sínum heimavelli.

„Við vorum búnir að spila þrjá leiki við þá og vorum ekki glaðir með fyrstu tvo. Við gerðum vel í að fylgja leikplaninu sem þjálfarar og leikmenn lögðu upp með í kvöld. Við erum ánægðir með karakterinn og hvernig við héldum ró allan tímann og náðum að halda gegn þeim,“ sagði Stefán og hélt áfram:

Stefán Rafn í eldlínunni í kvöld.
Stefán Rafn í eldlínunni í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Mér leið vel allan tímann. Auðvitað komu augnablik í seinni hálfleik, þar sem þeir fóru aðeins að pressa okkur, en við héldum ró allan tímann og kláruðum þá.“

Stuðningsmenn ÍBV voru gríðarlega háværir í kvöld og sungu stundum níðsöngva í garð Stefáns. Hann kippir sér lítið upp við slíkt.

„Mér finnst það gaman. Eina sem mér finnst þreytt er þegar þeir henda klósettpappír inn á völlinn og tefja leikinn. Það elskar hins vegar hver handboltamaður að spila í svona látum. Þeir eiga hrós skilið fyrir hvað þeir ná að búa til góða stemningu hérna,“ sagði Stefán.

Stefán Rafn í færi í kvöld.
Stefán Rafn í færi í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert