Það er enn hægt að fá miða á fjórða úrslitaleik Hauka og ÍBV í úrslitaeinvígi liðanna á Ásvöllum í kvöld.
Það er ekki lengur hægt að kaupa miða í gegnum miðasöluappið Stubb en stuðningsmenn ÍBV voru farnir að kaupa miða Haukamegin.
Í staðinn verður hægt að kaupa lausa miða við innganginn en er það til þess að tryggja að sem flestir stuðningsmenn Hauka mæta á leikinn. Sú miðasala hefst klukkan 18:00.
Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir Eyjamönnum sem geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Hafnarfirðinum í kvöld.