Hætti við þegar liðið féll og fór í Fram

Lena Margrét Valdimarsdóttir í leik með Stjörnunni í vetur.
Lena Margrét Valdimarsdóttir í leik með Stjörnunni í vetur. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleikskonan Lena Margrét Valdimarsdóttir er komin til liðs við Fram frá Stjörnunni en hún er hætt við að spila með Selfyssingum næsta vetur.

Lena, sem er örvhent skytta, er uppalin í Fram og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með félaginu. Hún hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár og á fimm landsleiki að baki.

Snemma í apríl samdi Lena við Selfyssinga til tveggja ára. Lið Selfoss tapaði síðan fyrir ÍR í umspili og  féll við það niður í 1. deild og þar með breyttust forsendur. Hún hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Framara.

mbl.is