Ætla að drekka í fyrsta skipti

Arnór sækir að marki Hauka í kvöld.
Arnór sækir að marki Hauka í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, var kampakátur þegar hann ræddi við mbl.is eftir að hann varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn með sigri á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvíginu í kvöld.

„Ég veit ekki hvað ég get sagt. Þetta er geðveikt og þetta er búið að vera draumur frá 2014 þegar þeir unnu þetta fyrst og ég var pínulítill,“ sagði Arnór og hélt áfram:

„Mér leið alltaf eins og við værum að fara að vinna þetta. Líka í leik þrjú og fjögur. Ég er kannski svona vitlaus bara,“ sagði Arnór hann léttur.

Hann ætlar að fagna vel og innilega, þrátt fyrir að bikarinn hafi farið á loft á miðvikudagskvöldi. „Ég eiginlega ekki lýst þessu öllu. Þetta er bara truflað. Ég ætla að halda upp á þetta með að drekka í fyrsta skipti,“ sagði Eyjamaðurinn.

Stuðningsmenn ÍBV fagna marki Arnórs.
Stuðningsmenn ÍBV fagna marki Arnórs. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is