Elliði í liði mánaðarins

Elliði Snær Viðarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Elliði Snær Viðarsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið útnefndur í lið maímánaðar í þýsku 1. deildinni eftir frábæra frammistöðu með Íslendingaliði Gummersbach.

Elliði Snær, sem er línumaður og einstaklega öflugur varnarmaður, hefur leikið afar vel á tímabilinu og sérstaklega vel í mánuðinum þar sem hann skoraði 21 mark í fjórum deildarleikjum og var með tæplega 88 prósent skotnýtingu.

Lið maímánaðar skipa sjö öflugir leikmenn. Hver og einn þeirra á möguleika á því að vera útnefndur leikmaður mánaðarins.

Hver sem er getur kosið leikmann mánaðarins á heimasíðu þýsku 1. deildarinnar.

Það má gera með því að smella á ljósmyndina af Elliða Snæ á ofangreindum hlekk og rita inn stutta CAPTCHA-runu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert