Hefur allt sem þarf til að vera landsliðsþjálfari

Guðmundur B. Ólafsson ánægður með nýjan landsliðsþjálfara.
Guðmundur B. Ólafsson ánægður með nýjan landsliðsþjálfara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Snorri Steinn hefur sýnt að hann hefur allt sem þarf til að vera landsliðsþjálfari,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við mbl.is eftir að Snorri Steinn Guðjónsson var ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í dag.

Snorri tekur við liðinu af Guðmundi Þ. Guðmundssyni, eftir góðan árangur sem þjálfari karlaliðs Vals á undanförnum árum. Snorri heillaði forráðamenn HSÍ meðan á viðræðum stóð.

„Í samtölum við hann urðum við enn sannfærðari um að hann væri rétti maðurinn til að taka við á þessum tímapunkti. Hann er ungur, með nýja sýn á boltann, framtíðarsýn sem hann hefur verið að leiða á Íslandi.

Hann er svo með leiðtogahæfni og við teljum hann rétta manninn í þetta verkefni. Hans sýn á verkefnið og hvernig hann ætlaði að nálgast það, heillaði. Það var mikill áhugi hjá honum á starfinu,“ sagði Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert