Snorri gæti náð fjórum stórmótum

Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur Bl Ólafsson formaður HSÍ á …
Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur Bl Ólafsson formaður HSÍ á fundinum í dag. mbl.is/Eggert

Samningur Snorra Steins Guðjónssonar við Handknattleikssamband Íslands um starf landsliðsþjálfara karla er til þriggja ára.

Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi sem nú stendur yfir þar sem Snorri er kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari.

Hann gæti því stýrt íslenska liðinu á fjórum stórmótum á þessum tíma, EM 2024, HM 2025 og EM 2026, ásamt Ólympíuleikunum 2024, takist íslenska liðinu að komast þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert