Viljum vera ein af átta bestu þjóðunum

Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur Bl Ólafsson formaður HSÍ á …
Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur Bl Ólafsson formaður HSÍ á fundinum í dag. mbl.is/Eggert

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, ber miklar væntingar til Snorra Steins Guðjónssonar, sem í dag var ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta. Í samtali við mbl.is í dag sagði Guðmundur að Snorri hefði verið ráðinn til að ná góðum árangri, fyrr frekar en síðar.

„Við lítum svo á að við séum ekki með lið í mótun, heldur lið sem á að geta náð árangri ef allt gengur upp. Við höfum verið að horfa á Ólympíuleikana. Við erum með væntingar, en til að Ólympíuleikarnir gangi upp þarf allt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með mótherja í riðlum og milliriðlum,“ sagði Guðmundur og hélt áfram:

„Svo þurfa allir að vera heilir, því breiddin hjá okkur er ekki eins mikil og hjá öðrum. Það virðist eins okkur gangi oft vel í byrjun móta en skorti síðan þrek og breidd. Breiddin er ekki það mikil að við getum hvílt okkar bestu menn meira en við gerum. Með nýjum mönnum koma kannski nýjar hugmyndir hvað það varðar.

Markmið okkar er að reyna að vera ein af átta bestu þjóðunum. Á einhverjum mótum eigum við svo að geta barist um verðlaunasæti, þótt það sé ekki sjálfgefið á hverju móti, þótt væntingar þjóðarinnar séu þannig. Okkar væntingar eru topp átta,“ sagði formaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert