​Einstakt að gera þetta á heimavelli

Dagur Arnarsson fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Dagur Arnarsson fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Það var mjög gaman að vakna daginn eftir oddaleikinn og gleðin í Eyjasamfélaginu er líka mikil, sem gerir þetta ennþá betra ef svo má segja,“ sagði Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV, en liðið varð Íslandsmeistari í handknattleik karla í þriðja sinn í sögu félagsins á miðvikudaginn síðasta eftir sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum.

Oddaleiknum lauk með tveggja marka sigri Eyjamanna, 25:23, og skoraði Dagur fjögur mörk í leiknum en alls skoraði hann 11 mörk í leikjunum fimm.

„Við vorum staðráðnir í að byrja oddaleikinn af krafti og við vissum það að ef við myndum mæta með leikgleðina og stemninguna að vopni í leikinn, þá myndi það fleyta okkur ansi langt og það tókst sem betur fer.

Varnarleikurinn var stórkostlegur og Ívar Bessi Viðarsson var frábær fyrir framan vörnina með sinn breiða faðm. Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðarson stýrðu varnarleiknum eins og herforingjar. Petar varði kannski ekki mörg skot en hann varði mikilvæg skot, á mikilvægum augnablikum í leiknum, og það gerði helling fyrir okkur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert