Er Íslandsbikarinn týndur?

Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum á miðvikudagskvöldið.
Eyjamenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum á miðvikudagskvöldið. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Svo virðist sem Íslandsbikar karla í handknattleik hafi farið á eitthvert flakk í Vestmannaeyjum. Í það minnsta hefur verið lýst eftir honum.

Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, birti eftirfarandi færslu á Facebook-síðunni Heimaklettur:

Hefur einhver rekist á Íslandsmeistarabikarinn hérna í Eyjum?
Skilaði sér ekki heim í gær
Ábendingar eru vel þegnar

Uppfært 4/6/2023 kl: 15:00: Eftir samtal við leikmann ÍBV hefur komið í ljós að bikarinn er fundinn.

mbl.is