Elísabet ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Elísabet Gunnarsdóttir í leik með Stjörnunni gegn Val í síðasta …
Elísabet Gunnarsdóttir í leik með Stjörnunni gegn Val í síðasta mánuði. mbl.is/Óttar Geirsson

Línumaðurinn reynslumikli, Elísabet Gunnarsdóttir, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik, sem hún hefur leikið með nánast allan sinn feril.

Ásamt því að verða Sigurgeiri Jónssyni, sem tók nýverið við þjálfarastöðunni af Hrannari Guðmundssyni, mun Elísabet þjálfa 3. og 7. flokk kvenna.

Elísabet er 38 ára gömul og er uppalin í ÍR en gekk til liðs við Stjörnuna árið 2004. Fyrir utan tímabilið 2012/2013, þar sem hún lék með Fram og varð Íslandsmeistari, hefur hún leikið með Stjörnunni allar götur síðan og staðið uppi sem Íslands- og bikarmeistari.

Auk þess á hún að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar kemur ekki fram hvort Elísabet hyggist halda áfram að spila með liðinu eða snúa sér nú alfarið að þjálfun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert