Eiga sigurinn vísan

Kiel er svo gott sem orðið þýskur meistari í handbolta.
Kiel er svo gott sem orðið þýskur meistari í handbolta. Ljósmynd/Kiel

Kiel er svo gott sem búið að tryggja sér Þýskalandsmeistaratitil karla í handbolta eftir 38:23-stórsigur á heimavelli gegn Wetzlar í þýsku 1. deildinni í kvöld.

Liðið er með 57 stig og á einn leik eftir. Magdeburg er í öðru sæti með 57 stig og tvo leiki eftir. Magdeburg getur því aðeins jafnað Kiel á stigum og þá er Kiel einnig með mun betri markatölu.

Kiel nægir jafntefli gegn Göppingen í lokaumferðinni til að gulltryggja sér sigur í deildinni og þriðja Þýskalandsmeistaratitilinn á fjórum árum og þann 23. alls.

Norsku landsliðsmennirnir Harald Reinkind og Sander Sagosen voru atkvæðamiklir hjá Kiel. Reinkind gerði níu mörk og Sagosen sjö. Þá gaf Sagosen einnig sex stoðsendingar.  

mbl.is