„Ætla að fletta honum upp í símaskránni“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mjög góð hugmynd,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þega rætt var um íslenska karlalandsliðið í handbolta og fyrrverandi þjálfara liðsins Guðmund Þórð Guðmundsson.

Þjóðhetja á Íslandi

Undir stjórn Guðmundar vann íslenska liðið til tveggja verðlauna á stórmóti, á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.

Guðmundur er þjóðhetja á Íslandi eftir árangur sinn með landsliðið en í þættinum var því meðal annars varpað fram hvort hann yrði ekki öflugur liðstyrkur fyrir stjórnmálaflokka landsins vegna vinsælda sinna.

„Ég ætla að fletta honum upp í símaskránni,“ bætti Katrín meðal annars við í léttum tón.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is