Bjarki sussaði á stuðningsmenn (myndskeið)

Bjarki sussar á stuðningsmenn í kvöld.
Bjarki sussar á stuðningsmenn í kvöld. Ljósmynd/Skjáskot

Bjarki Már Elísson varð í kvöld ungverskur meistari í handbolta með Veszprém eftir sigur á Pick Szeged í oddaleik um meistaratitil Ungverjalands.

Eins og gefur að skilja voru Bjarki og félagar kátir þegar úrslitin voru ráðin í blálok leiks og tók íslenski landsliðsmaðurinn upp á því að sussa á stuðningsmenn upp í stúku.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan og fögnuðinum má sjá hér fyrir neðan.


 

mbl.is