Viktor Gísli bikarmeistari í Frakklandi

Viktor Gísli í leiknum í kvöld.
Viktor Gísli í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Nantes

Nantes vann Montpellier í úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag, 39:33, í Bercy-höllinni í París.

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins, leikur með Nantes og átti góðan leik í marki bikarmeistaranna í dag. Viktor varði 9 skot og var með 27% markvörslu í leiknum.

Spánverjinn Valero Rivera var frábær í liði Nantes í dag en hann skoraði 11 mörk og Théo Monar skoraði 7.

Hjá Montpellier var Julien Bos atkvæðamestur með 9 mörk og Kyllian Villeminot skoraði 6.

mbl.is