Birna fór á kostum í Eyjum

Birna Berg Haraldsdóttir sækir að marki Hauka í dag.
Birna Berg Haraldsdóttir sækir að marki Hauka í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann sterkan 29:21-heimasigur á Haukum í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag. Birna Berg Haraldsdóttir fór á kostum hjá ÍBV og skoraði 15 mörk. 

Liðin mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og fór einvígið í oddaleik, eftir mikla spennu. Eyjakonur voru hins vegar mun sterkari í dag. 

Marta Wawrzynkowska átti glæsilegan leik í marki ÍBV og varði 15 skot, þar af þrjú víti. Elín Klara Þorkelsdóttir var best hjá Haukum og skoraði sex mörk. 

ÍBV 29:21 Haukar opna loka
60. mín. Haukar tapar boltanum
mbl.is
Loka