Fannst ljótt að lesa þetta í Mogganum

„Ég tek alltaf víti í vítakeppnum en aldrei í opnum leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Gerði lítið úr markafjöldanum

Aron, sem er 33 ára gamall, hefur verið einn af bestu handboltamönnum heims undanfarinn áratug en hann snéri heim í sumar eftir 14 ár í atvinnumennsku og samdi við uppeldisfélag sitt FH.

„Þegar ég var 18 ára og smá egókall þá fannst mér svo ljótt, þegar maður las Moggann, að horfa á tíu mörk og svo skástrik fjórir fyrir aftan leikmennina,“ sagði Aron.

„Vítatalan var alltaf þarna fyrir aftan skástrikið og ég vildi bara fá tíu og ekkert meira því mér fannst skástrikið gera aðeins lítið úr markafjöldanum,“ sagði Aron meðal annars.

Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is