FH er komið í 2. umferð Evrópubikars karla í handbolta eftir 26:18-sigur á Diomidis Argous frá Grikklandi í seinni leik liðanna í 1. umferðinni í dag.
Liðin gerðu 32:32-jafntefli í gær, en FH-ingar voru töluvert sterkari aðilinn í dag. Fóru báðir leikirnir fram ytra.
FH náði forystunni snemma og hélt henni allan leikinn. Var staðan í hálfleik 12:8. FH skoraði þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleik og var ekki að spyrja að leikslokum eftir það.
FH-ingar mæta Partizan Belgrad frá Serbíu í 2. umferðinni.
Mörk FH: Birgir Már Birgisson 5, Jón Bjarni Ólafsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Atli Steinn Arnarson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9.