Eintracht Hagen hafði betur gegn Coburg, 26:24, í B-deild þýska handboltans í kvöld. Var sigurinn sá fyrsti hjá Hagen á leiktíðinni.
Hákon Daði Styrmisson skoraði tvö mörk fyrir Hagen, en hann kom til félagsins frá Gummersbach úr efstu deild á dögunum. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir Coburg, en þau dugðu skammt.
Bæði lið eru með tvö stig eftir fjóra leiki, eins og fimm önnur lið í 10.-16. sæti af 18 liðum.