Leikið við Austurríki fyrir EM

Ísland leikur tvo leiki við Austurríki í undirbúningi fyrir EM.
Ísland leikur tvo leiki við Austurríki í undirbúningi fyrir EM. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur tvo leiki við Austurríki í undirbúningi fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs.

Leikirnir fara fram í Austurríki 8. og 9. janúar, en Ísland leikur fyrsta leik á EM 12. janúar.

Handbolti.is greindi frá í kvöld, en Hanknattleikssamband Íslands hefur ekki greint frá leikjunum. Verða það einu leikir íslenska liðsins fyrir mótið í Þýskalandi.

Riðill Íslands á EM fer fram í München og leikur Ísland í C-riðli ásamt Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi.

mbl.is