Akureyringurinn öflugur í Noregi

Dagur Gautason í leik með KA á síðasta tímabili.
Dagur Gautason í leik með KA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Dagur Gautason lét mikið að sér kveða með norska handknattleiksliðinu Arendal í dag þegar það sigraði Runar, 31:28, í norsku úrvalsdeildinni.

Dagur var næstmarkahæsti leikmaður Arendal með sex mörk og liðið innbyrti sinn fyrsta sigur á tímabilinu eftir að hafa fengið eitt stig úr fyrstu tveimur umferðunum.

Hafþór Vignisson og Árni Bergur Sigurbergsson leika einnig með Arendal en hvorugur þeirra náði að skora í leiknum.

mbl.is