Óttast það versta

Ingeborg Furunes sárþjáð á hliðarlínunni í Vestmannaeyjum á laugardag.
Ingeborg Furunes sárþjáð á hliðarlínunni í Vestmannaeyjum á laugardag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Norska handknattleikskonan Ingeborg Furunes, leikmaður Hauka, þurfti að fara meidd af velli snemma leiks í leik liðsins gegn ÍBV í úrvalsdeildinni í Vestmannaeyjum á laugardaginn.

Furunes lenti illa eftir að hafa skorað annað mark Hauka í leiknum og fékk við það högg á hnéð.

Handbolti.is greinir frá því að óttast sé að krossband hafi slitnað í hnénu, sem myndi þýða langvarandi fjarveru frá handboltavellinum, á bilinu níu til tólf mánuði.

Furunes fer í frekari skoðanir í vikunni þar sem kemur í ljós hvort grunur Hauka reynist á rökum reistur eða hvort norska skyttan hafi sloppið betur.

mbl.is