Valur vann toppslaginn

Birna Berg Haraldsdóttir úr ÍBV reynir að stöðva Valskonuna Ásdísi …
Birna Berg Haraldsdóttir úr ÍBV reynir að stöðva Valskonuna Ásdísi Þóru Ágústsdóttur í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Valur vann ÍBV í þriðju umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, 23:21, á Hlíðarenda í kvöld.

Fyrir leikinn voru bæði liðin ósigruð og með 4 stig eftir tvo leiki. Það sem meira er, Bæði lið höfðu unnið báða sína leiki nokkuð sannfærandi. Það var því von á spennandi leik á Hlíðarenda í kvöld. Svo reyndist ekki raunin því valskonur kjöldrógu Eyjakonur frá fyrstu mínútu leiksins. Eftir leikinn er Valur á toppnum með 6 stig en ÍBV í öðru sæti með 4 stig.

Eftir 15 mínútna leik var staðan 7:2 fyrir Val og aðeins einn leikmaður búinn að skora fyrir ÍBV en það var Birna Berg Haraldsdóttir og skoraði hún fyrstu fjögur mörk Eyjakvenna. Það var ekki fyrr en eftir 22 mínútur sem mark kom frá öðrum leikmanni þegar Sunna Jónsdóttir minnkaði muninn niður í 11:5.

Mestur var munurinn í fyrri hálfleik 13:6 fyrir val. Eyjakonur náðu þó að minnka muninn fyrir hálfleik og var staðan 15:9 fyrir þegar leikmenn gengu til búningsherbergja.

Áhorfendur fengu allt annan leik í síðari hálfleik. Það var eins og Valskonur mættu ekki til leiks og skoruðu Eyjakonur 5 fyrstu mörkin í síðari hálfleik og minnkuðu muninn niður í eitt mark, 15:14. Þá loksins kom fyrsta mark Valskvenna eftir 14 mínútna leik.

Valskonum tókst að auka muninn aftur í fjögur mörk í stöðunni 21:17. Þá tóku Eyjakonur aftur við sér og náðu að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 22:21. Lengra komust Eyjakonur ekki og enduðu leikar með sigri Vals, 23:21.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 7 mörk, þar af 6 úr vítum. Í liði ÍBV skoraði Birna Berg Haraldsdóttir 10 mörk. Í marki ÍBV varði Marta Wawrzynkowska 12 skot en Hafdís Renötudóttir varði 10 skot í marki Vals.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 23:21 ÍBV opna loka
60. mín. Sigríður Hauksdóttir (Valur) skoraði mark
mbl.is