Aron um gagnrýnina: Get sjálfum mér um kennt

„Ég hef sýnt það í gegnum tíðina að ég get spilað vel,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Skilur gagnrýnina

Aron, sem er 33 ára gamall, hefur á undanförnum árum verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu en alls á hann að baki 165 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 636 mörk.

„Þú hækkar rána sjálfkrafa, því betur sem þú spilar, og ég skil auðvitað þá gagnrýni,“ sagði Aron.

„Auðvitað á maður að vera með 10 mörk og 10 stoðsendingar í hverjum leik, því maður hefur gert það áður, en ég hef ekki tekið gagnrýnina inn á mig þannig því ég lít meira á þetta sem heiður.

Ég tek þetta meira inn á mig ef að þjálfarar mínir eða liðsfélagarnir mínir gagnrýna mig, við mig auðvitað, en hitt er hluti af þessu og ég get sjálfum mér um kennt,“ sagði Aron meðal annars.

Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is