Sterkur útisigur í Íslendingaslagnum

Lið Sigvalda Bjarnar Guðjónssonar og Hauks Þrastarsonar mættust í kvöld.
Lið Sigvalda Bjarnar Guðjónssonar og Hauks Þrastarsonar mættust í kvöld. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Pólsku meistararnir í Kielce höfðu betur á útivelli gegn norsku meisturunum í Kolstad í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32:30.

Var sigurinn sá fyrsti hjá Kielce í A-riðli, en bæði lið eru með tvö stig eftir tvö leiki.

Sigvaldi Björn Guðjónsson var á skýrslu hjá Kolstad í kvöld, en spilaði lítið og náði ekki að skora. Haukur Þrastarson var ekki í hópnum hjá Kielce, en hann er að komast í gang eftir erfið meiðsli.

Szymon Sicko var markahæstur hjá Kielce með sex mörk. Gøran Johannessen skoraði átta fyrir Kolstad.

Í sama riðli hafði Kiel frá Þýskalandi betur gegn Pick Szeged frá Ungverjalandi, 35:32 og Frakklandsmeistarar París SG unnu 35:31-heimasigur á RK Zagreb frá Króatíu.

mbl.is