Aron hvíldur í stórsigri FH

Ásbjörn Friðriksson sækir að marki Víkinga í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson sækir að marki Víkinga í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH vann sannfærandi 30:21 sigur á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld. Leikið var í þriðju umferð Íslandsmóts karla í handknattleik. Eftir leikinn er FH með fjögur stig en Víkingur er áfram með tvö stig.

Staðan í hálfleik var 15:10 fyrir FH sem átti aldrei í neinum vandræðum með nýliðana úr Víkingi.

Leikurinn fór ansi rólega af stað og var eins og liðin væru að taka upphitun fyrstu mínúturnar. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir fjórar mínútur þegar FH komst í 1:0. FH skoraði fyrstu þrjú mörkin áður en Vikingar minnkuðu muninn í 3:1 með vítakasti.

FH var með örugga forystu allan fyrri hálfleikinn og var í raun aldrei hætta á ferðum fyrir lið FH sem hvíldi sinn besta leikmann, Aron Pálmarsson allan leikinn. Markadreifing hjá FH var nokkuð jöfn í fyrri hálfleik.

Jón Bjarni Ólafsson og Einar Örn Sindrason skoruðu 3 mörk hvor í fyrri hálfleik en þeir Jakob Martin Ásgeirsson, Jóhannes Berg Andrason, Leonharð Þorgeir Harðarson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu allir tvö mörk. Daníel Freyr Andrésson varði 9 skot, þar af eitt vítaskot í fyrri hálfleik.

Í liði Víkinga var Halldór Ingi Jónasson með 3 mörk og Þorleifur Rafn Aðalsteinsson með 2 mörk. Lítil markvarsla var hjá Víkingum í fyrri hálfleik, samtals 3 skot varin.

Feðgarnir Andri Berg Haraldsson einn af þjálfurum Víkinga og Jóhannes Berg Andrason mættust inni á vellinum í kvöld þegar faðirinn tók þátt í varnarleik Víkinga og sá um að verjast árásum sonar síns Jóhannesar Berg sem lék í hægri skyttu hjá FH.

FH-ingar áttu þægilega seinni hálfleik þar sem þeir keyrðu jafnt og þétt yfir lið Víkinga. FH-liðið hélt alltaf 5-6 marka forystu í leiknum og náðu tvisvar sinnum í leiknum 10 marka forystu. Leikurinn endaði með 9 marka sigri FH, 30:21 sigur.

Daníel Freyr varði 11 skot í marki FH og Axel Hreinn Hilmisson 1 skot. Í marki Víkinga varði Daníel Andri 8 skot og Sverrir Andrésson 2 skot.

Einar Örn Sindrason skoraði 6 mörk fyrir FH og Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5 mörk fyrir Víking.

Næsti leikur FH er einnig í Kaplakrika þegar þeir fá Selfoss í heimsókn þann 28 september en deginum eftir kemur lið Hauka í heimsókn til Víkinga.

FH 30:21 Víkingur opna loka
60. mín. Þorfinnur Máni Björnsson (Víkingur) skoraði mark
mbl.is