„Barði mig fyrir framan níu mánaða barn okkar“

Denis Buntic í leik með króatíska landsliðinu.
Denis Buntic í leik með króatíska landsliðinu. AFP/Nikola Solic

Denis Buntic, fyrrverandi leikmaður króatíska landsliðsins í handbolta, var handtekinn í heimalandinu um helgina vegna gruns um heimilisofbeldi og ólöglegan vopnaburð.

Í tíu mínútna hljóðklippu sem eiginkona hans tók upp má heyra Buntic hóta henni lífláti, á meðan hann beitir hana hræðilegu ofbeldi. Má einnig heyra níu mánaða gamalt barn þeirra gráta í bakgrunninum.

Var Buntic undir áhrifum áfengis og fíkniefna á meðan á ofbeldinu stóð. Þá fundust hin ýmsu vopn á heimi hans, þar á meðal sjálfvirkir rifflar og sprengjur.

„Eina leiðin mín til að lifa af er að koma fram opinberlega. Hann barði mig fyrir framan níu mánaða barnið okkar og ég tók ofbeldið upp á hljóð, þar sem ég þurfti sönnunargögn og að þetta væri ekki orð gegn orði.

Samt var hann látinn laus eftir 48 tíma og aðeins settur í nálgunarbann,“ sagði eiginkona hans Klara Buntic við Jutarnji í Króatíu. Þá birti miðilinn hljóðklippuna, sem er verulega óhugnanleg.

Buntic hefur ekki verið ákærður og er nú laus úr haldi, en málið er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Króatíu. 

mbl.is