Sannfærandi sigrar íslensku þjálfaranna

Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. AFP

Íslensku þjálfararnir á Asíuleikunum í handbolta fögnuðu sannfærandi sigrum í annarri umferð í D-riðli í dag.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Japan eru komnir í átta liða úrslit eftir 33:21-sigur á Íran. Japan vann 38:29-sigur á Sádi-Arabíu í fyrstu umferð og er því með fullt hús stiga.

Erlingur Richardsson þjálfar Sádi-Arabíu og lærisveinar hans fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu er liðið vann Mongólíu með ansi sannfærandi hætti, 45:15.

Sádi-Arabía og Íran mætast í hreinum úrslitaleik á miðvikudag um að fylgja Japan í átta liða úrslitin. Mótið fer fram í Kína.

mbl.is