Gamli landsliðsþjálfarinn vinnur og vinnur

Axel Stefánsson er að gera góða hluti í Noregi.
Axel Stefánsson er að gera góða hluti í Noregi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Storhamar vann sannfærandi 34:23-útisigur á Fana í norsku úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld.

Storhamar, sem Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands er aðstoðarþjálfari hjá, hefur farið fullkomlega af stað í deildinni og er liðið með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Axel þjálfaði ís­lenska kvenna­landsliðið frá 2016 til 2019.

mbl.is