Lærisveinar Dags unnu með 37 marka mun

Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. AFP

Japanska karlalandsliðið í handknattleik, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, gerðu sér lítið fyrir og unnu Mongólíu með 37 marka mun, 53:16, á Asíuleikunum í Huangzhou í Kína í nótt.

Eins og tölurnar gefa til kynna var Japan ekki í nokkrum vandræðum og leiddi með 17 mörkum, 28:11, í hálfleik.

Japan er búið að vinna D-riðilinn á Asíuleikunum og er komið áfram í milliriðil en Sádi-Arabía, undir stjórn Erlings Richardssonar, situr eftir með sárt ennið.

Sádiarabíska liðið þurfti á sigri að halda gegn Íran í nótt en gerði jafntefli, 23:23, sem þýðir að Íran fylgir Japan í milliriðil.

Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, tryggði sér þá sigur í C-riðlinum og sæti í milliriðli með afskaplega öruggum sigri á Úsbekistan, 47:25, í nótt.

mbl.is
Loka