Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið valinn í lið 3. umferðar í frönsku 1. deildinni eftir frábæra frammistöðu sína með liði Aix í 35:31-sigri á Saran síðastliðinn fimmtudag.
Kristján Örn fór mikinn er hann skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur allra.
Donni, eins og hann er ávallt kallaður, er á meðal markahæstu leikmanna frönsku efstu deildarinnar enda er Fjölnismaðurinn búinn að skora 24 mörk í fyrstu þremur leikjum Aix á tímabilinu.
Er hann í öðru til fjórða sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.
💫 Le 𝟳 𝗱𝗲 𝗹𝗮 𝘀𝗲𝗺𝗮𝗶𝗻𝗲 #LiquiMolyStarLigue
— AJPH (@AJPHandball) September 25, 2023
Seulement la 3ème journée et certains joueurs font déjà leur 2ème apparition dans l’équipe type… 👀🔝
🤝 Un 7 composé par les joueurs et approuvé par @lequipe pic.twitter.com/MP6GOwgX2B