Þeir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu verða á meðal átján dómara sem dæma á lokamóti Evrópumóts karla í handbolta í Þýskalandi í upphafi næsta árs.
Hefur það vakið athygli, því þeir voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 um hagræðingu úrslita, spillingu og veðmálasvindl innan dómarastéttarinnar í íþróttinni.
Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu eru hins vegar ekki á meðal dómara á mótinu, en þeir voru einnig teknir fyrir í myndinni. Hafa þeir lengi taldir mynda eitt besta dómarapar Evrópu.
Ísland leikur í C-riðli á EM ásamt Ungverjalandi, Svartfjallalandi og Serbíu.