„Skammastu þín!“

Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ætla ekki að saka hann um að hafa gert þetta viljandi en þetta lítur ekki vel út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, einn af umsjónarmönnum hlaðvarpsþáttarins Handkastsins, þegar rætt var um rauða spjaldið sem Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV fékk gegn Gróttu.

Handkastið fjallaði einnig um sérstök ummæli Kára um vöntun á kynningu á liði ÍBV fyrir mót.

„Þetta greinilega lá það mikið á honum að hann gat ekki sleppt því að segja þetta [...] slepptu því bara, skammastu þín bara,“ sagði Styrmir Sigurðsson, einn umsjónarmanna um ummælin.

Þá fjalla félagarnir um vistaskipti Ólafs Brim Stefáns­sonar til Kúveit.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyr­ir neðan en hann er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um. 

mbl.is
Loka