Spáir Íslandi sjötta sæti á EM

Ísland hafnaði í sjötta sæti á EM 2022.
Ísland hafnaði í sjötta sæti á EM 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen er bjartsýnn á gott gengi íslenska karlalandsliðsins á EM 2024 í Þýskalandi, sem hefst í janúar næstkomandi.

Boysen spáir því að Ísland nái sjötta sæti, sama sæti og liðið hafnaði í á síðasta Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu á síðasta ári.

Daninn Boysen spáir sínum mönnum í Danmörku Evrópumeistaratitlinum og að nágrannarnir frá Svíþjóð hafni í öðru sæti.

Frakkar munu þá lenda í þriðja sæti gangi spá Boysen eftir.

Spána má sjá hér:

mbl.is
Loka