Aron: Skal alveg viðurkenna það

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Pálmarsson var valinn mikilvægasti leikmaður Íslandsmótsins í handknattleik á lokahófi HSÍ í Skútuvogi í gær.

Aron kom til FH fyrir síðasta tímabil og átti draumabyrjun með félaginu.

FH-ingar duttu út í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins sem Valur vann að lokum. 

Aðeins öðruvísi fyrir mig

Aron, verandi þaulreyndur leikmaður á hæsta stigi handboltans, segir Evrópukeppnir með FH vera aðeins öðruvísi fyrir sig en aðra. 

„Svo er Evrópukeppnin. Auðvitað skemmtileg ævintýri alltaf. Öðruvísi fyrir mig reyndar, ég skal alveg viðurkenna það. 

En samt gaman og þjappar hópnum saman. Við sáum hvað Valur gerði glæsilega í síðasta mánuði að vinna þetta. 

Mér finnst alveg að tvö til þrjú bestu liðin á Íslandi ættu að geta náð svona langt. Það er bara spurning um hvernig þú ferð inn í svona keppni. 

Við sáum það hjá Valsmönnum að þegar þeir voru í undanúrslitum Evrópubikarsins þá gáfu þeir eftir heimafyrir.

Við erum ekki atvinnumannalið hérna heima og þú þarft það svolítið til að láta bæði ganga. Auðvitað væri þó gaman að fara jafn langt og þeir í þeirri keppni,“ sagði Aron. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert