Frá Selfossi á Nesið

Sæþór Atlason skrifaði undir tveggja ára samning.
Sæþór Atlason skrifaði undir tveggja ára samning. Ljósmynd/Grótta

Örvhenti hornamaðurinn, Sæþór Atlason hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu.

Hann kemur þangað frá Selfossi en hann skoraði 27 mörk fyrir liðið sem féll niður í 1. deild í vetur.

Sæþór er 20 ára gamall og á leiki með yngri landsliðum Íslands.

„Það er mikill fengur í Sæþóri. Hann er virkilega öflugur hornamaður og gríðarlega hraður. Hann mun því smellpassa í Gróttuliðið. Ég hlakka mikið til að vinna með honum næstu árin,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert