Frönskum landsliðsmanni gert að greiða 4.000 evrur

Benoit Kounkoud í leik með Frakklandi á EM.
Benoit Kounkoud í leik með Frakklandi á EM. AFP/Odd Andersen

Beniot Kounkoud, frönskum landsliðsmanni í handknattleik, hefur verið gert að greiða konu 4.100 evrur eða um 600 þúsund íslenskrar krónur vegna tilraunar til nauðgunar. 

Le Parisien greinir frá en atvikið átti sér stað á næturklúbbi í París í lok janúar þegar að Frakkar fögnuðu því að vera orðnir Evrópumeistarar í handknattleik. 

Koun­koud er 26 ára hægri hornamaður sem leik­ur með Kielce í Póllandi. Þar er hann liðsfé­lagi ís­lenska landsliðsmanns­ins Hauks Þrast­ar­son­ar.

Kounkoud er þrátt fyrir þetta í æfingahópi franska landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í heimalandinu í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert