Guðmundur framlengir

Guðmundur Þ. Guðmundsson skrifaði undir nýjan samning sem gildir til …
Guðmundur Þ. Guðmundsson skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2027. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handboltaþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson framlengdi samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia til ársins 2027.

Fyrri samningur hans gilti til 2025 en Guðmundur hefur staðið sig vel með liðinu síðan hann tók við því árið 2022.

Liðið var hársbreidd frá því að vinna Dan­merk­ur­meist­ara­titil­inn í ár en tapaði í oddaleik með einu marki, 27:26 gegn Ála­borg. Það er besti árangur félagsins í 44 ár.

Á tímabilinu komst liðið svo í undanúrslit í dönsku bikarkeppninni og árið 2023 vann liðið til bronsverðlauna í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert