Lögreglan var fastagestur fyrir utan húsið

„Það er mjög leiðinlegt að segja þetta en þetta var allt mjög vafasamt eitthvað,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Allt mjög óþægilegt

Anna gekk til liðs við Érdi í Búdapest í Ungverjalandi árið 2011 en hún rifti samningi sínum við félagið áður en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið.

„Það var alltaf einhver lögregla að keyra fram hjá húsinu mínu og vinka mér,“ sagði Anna.

„Ég fékk launin mín  í peningum, seðlum þá, frá einhverjum og einhverjum og mér fannst þetta allt saman mjög óþægilegt.,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert