Viktor Gísli kynntur með mannræningjamyndskeiði

Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar.
Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar. Ljósmynd/Kristján Orri

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, var kynntur til leiks hjá Wisla Plock með vægast sagt áhugaverðu myndskeiði. 

Viktor Gísli skrifar undir eins árs samning hjá pólska félaginu en hann kemur þangað frá Nantes í Frakklandi. 

Wisla Plock er ríkjandi pólskur meistari. 

Sjón er sögu ríkari

Mikil spenna er fyrir Viktori Gísla hjá pólska félaginu en hann var kynntur til leiks í dag. 

Aðferðin var áhugaverð en hann var kynntur með mannræningjamyndskeiði. Sjón er sögu ríkari og má sjá myndskeiðið hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert