Meira virði að spila með bestu vinum sínum

„Það var alltaf einhver pæling en kannski aldrei stór pæling,“ sagði handknattleiksmaðurinn og Evrópubikarmeistarinn Vignir Stefánsson í Dagmálum.

Vignir, sem er 33 ára gamall, varð Evrópubikarmeistari með Val á dögunum eftir afar dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu.

Sér ekki eftir einni æfingu

Vignir var í leikmannahóp karlalandsliðsins á Evrópumótinu 2022 sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu en hann var meðal annars spurður að því í Dagmálum hvort atvinnumennskan hefði aldrei heillað.

„Ég var aldrei að fara rífa alla fjölskylduna upp og taka einhverja áhættu með það,“ sagði x.

„Ég sé ekki eftir einni æfingu eða einum leik með Val,“ sagði Vignir meðal annars en liðsfélagi hans Alexander Örn Júlíusson tók í sama streng.

Áhuginn ekki jafn mikill

„Á einhverjum tímapunkti dreymdi mann um atvinnumennsku en fljótlega þegar leið á meistaraflokksferilinn áttaði ég mig á því að áhuginn var kannski ekki jafn mikill og ég hélt,“ sagði Alexander.

„Ég var í skemmtilegu námi, svo eignast maður börn og fjölskyldu, og þá þarf eitthvað meira til. Það var mér líka mikils virði að vera í Val, með mínum bestu vinum og liðsfélögum, og metnaðurinn lá frekar þar en í atvinnumennsku eða í landsliðinu,“ sagði Alexander.

Viðtalið við þá Alexander og Vigni í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson.
Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson. mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert