Ísland vann riðilinn á HM

Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst í dag.
Inga Dís Jóhannsdóttir var markahæst í dag. Ljósmynd/IHF

Ísland valtaði yfir Bandaríkin á HM U-20 kvenna í handbolta í dag í lokaumferð H-riðils. Leikurinn endaði 36:20 fyrir Íslandi.

Ísland hafði þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum eftir sigur á Norður-Makedón­íu og Angóla í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

Ísland var sjö  mörkum yfir í hálfleik, 19:12 og íslenska liðið hélt áfram með yfirburði sína í seinni hálfleik og unnu af öryggi.

Ísland mætir næst Svartfjallalandi á mánudaginn og Portúgal á þriðjudaginn.

Mörk Íslands: Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Embla Steindórsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1. 

Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 50% - Ethel Gyða Bjarnasen 3, 33%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert