Stórsigur í fyrsta leik á EM

Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk.
Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland vann Úkraínu 49:22 í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta tuttugu ára og yngri en mótið fer fram í Slóveníu. Ísland var fimmtán mörkum yfir í hálfleik, 28:13.

Reynir Þór Stefánsson var markahæstur með níu mörk en Eiður Rafn Valsson, Atli Steinn Arnarson og Össur Haraldsson skoruðu fimm mörk hver.

Næsti leikur Íslands verður á morgun gegn Póllandi og síðasti leikur riðilsins verður gegn Svíum á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert