Drengjalandslið Íslands í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann auðveldan sigur á jafnöldrum sínum frá Ítalíu, 31:24, í annarri umferð F-riðils EM 2024 í Svartfjallalandi í kvöld.
Ísland er þar með búið að vinna riðilinn eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og er þar með komið í milliriðil.
Íslensku drengirnir vour sex mörkum yfir, 15:9, í hálfleik og reyndist síðari hálfleikurinn nokkurs konar formsatriði.
Dagur Árni Heimisson, leikmaður KA, var markahæstur í liði Íslands í kvöld með níu mörk.
Jens Sigurðarson úr Víkingi átti sömuleiðis stórleik í markinu og varði 14 skot. Var hann með tæplega 38 prósent markvörslu.