Alfreð Gíslason gæti stýrt karlalandsliði Þýskalands í handbolta til sigurs á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti síðan árið 1936.
Þýskaland mætir Danmörku í úrslitaleik Ólympíuleikana rétt fyrir hádegi á sunnudaginn.
Þjóðverjar unnu handboltamót karla á Ólympíuleikunum 1936, sem haldnir voru í Berlín.
Það var í fyrsta sinn sem keppt var í handbolta á Ólympíuleikunum. Þá voru leikir spilaðir úti og ellefu menn voru inni á vellinum.
Á þeim tíma var Adolf Hitler kanslari Þýskalands en Ólympíuleikarnir 1936 eru sögufrægir.
Aðeins sex lið tóku þátt í mótinu og vann Þýskaland Austurríki í úrslitaleiknum.
Síðan þá hafa Þjóðverjar unnið tvenn silfurverðlaun og eitt brons í handbolta karla á Ólympíuleikunum.
Fyrst í Los Angeles árið 1984 en þá töpuðu Þjóðverjar fyrir Júgóslavíu. Árið 2004 tapaði Þýskaland síðan fyrir Króatíu í úrslitaleiknum í Aþenu.
Annars hafa Þjóðverjar þrisvar orðið heimsmeistarar, fyrst árið 1938, og tvisvar Evrópumeistarar.
Dagur Sigurðsson stýrði Þjóðverjum þegar þeir unnu seinni Evróputitil þeirra árið 2016.