Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson er genginn til liðs við Povazska Bystrica frá Slóvakíu.
Ólafur Brim skrifar undir eins árs samning við slóvakíska félagið en hann kemur þangað frá liði í Kúveit.
Í samtali við handbolta.is segir Ólafur að Povazska Bystrica hefur verið með næsta besta liðið í Slóvakíu og að það ætli sér að gera atlögu að meisturum Presov á komandi tímabili.
Þá er liðið einnig i Evrópubikarnum, sem Valur vann fyrr á þessu ári, og mætir til leiks í annarri umferð.