Glæsileg byrjun í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson fer afar vel af stað á nýju …
Óðinn Þór Ríkharðsson fer afar vel af stað á nýju tímabili. AFP/Ina Fassbender

Kadetten vann öruggan útisigur á Pfadi Winterthur í annarri umferð svissnesku A-deildarinnar í handbolta í kvöld, 31:26.

Óðinn Þór Ríkharðsson átti enn einn stórleikinn fyrir Kadetten og skoraði níu mörk úr ellefu skotum. Var hann markahæstur allra á vellinum.

Óðinn var með 81 prósenta skotnýtingu því hann nýtti níu skot af ellefu. Þá skoraði hann úr fjórum af fimm vítum.

Kadetten, sem er ríkjandi meistari, fer vel af stað á tímabilinu því liðið er með tvo sigra eftir tvo leiki í deildinni. Þá varð liðið meistari meistaranna áður en deildarkeppnin fór af stað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert